Nýburamyndatökur

Það er mér sannur heiður að fá að mynda nýbura og foreldra þeirra enda eitthvað alveg einstakt við þessa fyrstu daga þegar nýr fjölskyldumeðlimur er boðinn velkominn. Allir sem eiga hlut að máli eru að átta sig á nýjum veruleika og fikra sig áfram á viðkvæmu og fallegu tímabili sem varir stutt. Ég mæli með því að nýburamyndatakan fari fram á fyrstu tveimur vikunum í lífi barnsins þar sem ég kem til ykkar og mynda tengslin á milli foreldra og barns í hlýju og öryggi heimilisins ykkar. Barnið er að langmestu leyti í örmum foreldra sinn á meðan á tökunni stendur svo öllum líði vel.

Það var æðislegt að fá Rakel heim að taka myndir af okkur. Virkilega notalegt og algjör lúxus að vera í sínu eigin umhverfi þegar maður er með lítið ungabarn. Rakel hefur líka svo ótrúlega góða nærveru og lag á að láta öllum líða vel.

— Nína Guðrún

Góð nærvera og ró skiptir öllu máli fyrstu dagana og vikurnar með nýbura og Rakel er frábær manneskja að fá inn í þær aðstæður. Ég tók varla eftir því að hún væri að mynda heldur upplifði ég þetta frekar bara sem spjall við góða vinkonu. Enda tókst henni svo vel að fanga augnablik milli fjölskuyldumeðlima á eðlilegan hátt. Það er svo dýrmætt og skemmtilegt að eiga almennilegar myndir af okkur saman á þessum tíma.

— Hallgerður Hallgrímsdóttir

“Whatever it is, the way you tell your story online can make all the difference.”

— Quote Source